Berglind er vistvænni steypa
BM Vallá kynnir með stolti Berglindi – vistvænni steypu, fyrir metnaðarfulla hönnuði og framkvæmdaraðila á byggingarmarkaði sem vilja umhverfisvænni lausnir. Hægt að fá Berglindi með allt að 40% minna kolefnisspori heldur en sambærileg steypa og unnið er stöðugt að því að bjóða fram enn vistvænni steypu með það að markmiði að ná fram kolefnishlutleysi 2030.
Núna fæst Berglind í þremur flokkum með mismiklum kolefnissparnaði:
Berglind 20 | Kolefnissparnaður er a.m.k. 20% samanborið við hefðbundna steypu*
Berglind 30 | Kolefnissparnaður er frá 20-30% samanborið við hefðbundna steypu*
Berglind 40 | Kolefnisparnaður er frá 31-40% samanborið við hefðbunda steypu*
*Samanborið við steypu samkvæmt kröfu byggingarreglugerðar.