Við styðjum við Kvennaverkfallið af heilum hug og leggjum okkar á vogarskálarnar til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnustaðnum. Það gerum við meðal annars með markvissri vinnu við að leiðrétta hlutfall kynjanna innan fyrirtækisins með áherslu á sveigjanleika í starfi og vinnutíma. Jafnlaunastefna, jafnlaunavottun og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna leggja grunninn að stefnu okkar og áherslum um um jöfn tækifæri fólks, óháð kyni, kynhneigð eða uppruna. Af þeim sökum gefum við að sjálfsögðu okkar samstarfskonum- og kvárum frí þennan dag til að geta tekið þátt í Kvennaverkfalli.
Sýnum samstöðu.