Nemendur í vettvangsheimsókn

Við fengum góða gesti í heimsókn í síðustu viku þegar 16 nemendur frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands komu í vettvangsferð til okkar. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um steypuna frá BM Vallá og mismunandi eiginleika hennar. Einar Einarsson, framkvæmdastjóri tækni- og gæðasviðs, tók á móti hópnum og kynnti þeim fyrirtækið, sagði þeim frá steypu, eiginleikum hennar og möguleikum og hvernig BM Vallá notar hana í ýmsar vörur. Það er heilmikil gróska, nýsköpun og rannsóknarstarf sem á sér stað í starfseminni og fjölmörg verkefni í pípunum sem miða að því að draga úr kolefnisspori steypunnar og þar með talið í mannvirkjagerð.

Nemendahópurinn fékk að hræra í smá steypublöndu og gera prófanir á rannsóknarstofunni en hápunkturinn fannst þeim vera þegar þau fengu að ganga í gegnum steypustöðina á Bíldshöfðanum enda oft mikið um að vera á þeirri starfsstöð.

Við þökkum þessum efnilegu framtíðar verkfræðingum fyrir komuna til okkar á BM Vallá.