Hjálparhella | Samfélagssjóður
Hjálparhella BM Vallá er samfélagssjóður sem er starfræktur með það að markmiði að styðja við fjölbreytt samfélagsverkefni. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið veitt margvíslegum samfélagsverkefnum stuðning, smáum sem stórum, til lengri eða skemmri tíma. Í dag eru tvö langtímaverkefni í gangi með með UNICEF á Íslandi og Römpum upp Ísland.
Viðskiptavinir BM Vallár gegna mikilvægu hlutverki í samfélagsverkefnum fyrirtækisins en ákveðið hlutfall af ársveltu fer í málaflokkinn. Þannig geta allir verið hjálparhellur!