Hjálparhella | Samfélagssjóður

Hjálparhella BM Vallá er samfélagssjóður sem er starfræktur með það að markmiði að styðja við fjölbreytt samfélagsverkefni. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið veitt margvíslegum samfélagsverkefnum stuðning, smáum sem stórum, til lengri eða skemmri tíma. Í dag eru tvö langtímaverkefni í gangi með með UNICEF á Íslandi og Römpum upp Ísland.

Viðskiptavinir BM Vallár gegna mikilvægu hlutverki í samfélagsverkefnum fyrirtækisins en ákveðið hlutfall af ársveltu fer í málaflokkinn. Þannig geta allir verið hjálparhellur!

Fyrir hvern er sjóðurinn?

Samfélagssjóðurinn Hjálparhella BM Vallá veitir styrki til fjölbreyttra samfélagsverkefna sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við fjölbreytt verkefni á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfa, góðgerðarmála, umhverfismála, sjálfbærni og nýsköpunar. Að auki er horft til verkefna sem samræmast stefnu fyrirtækisins, gildum og þeim heimsmarkmiðum sem hafa verið sett í forgang og lögð sérstök áhersla á:

5: Jafnrétti kynjanna
9: Nýsköpun og uppbygging
11: Sjálfbærar borgir og samfélög
12: Ábyrg neysla og framleiðsla
13:Aðgerðir í loftslagsmálum

BM Vallá tengir starfsemina við Heimsmarkmið SÞ

Úthlutunarreglur

  • Styrkir eru veittir til skilgreindra verkefna og atburða sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
  • Samfélagssjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki og leitast við að styðja við verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
  • Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og þarf að senda styrkumsóknir í gegnum umsóknarform á vefnum.
  • Umsóknarfrestur er 10. desember og er úthlutað úr sjóðnum í kjölfarið.
  • Öllum umsóknum er svarað þegar búið er að fara yfir umsóknir.

 

Sækja um styrk

Langtíma Hjálparhellu-verkefni

2021-2024 | UNICEF á Íslandi

2022: Tekið er þátt í neyðarsöfnun UNICEF í tengslum við hungursneyð í ríkjum Afríku, Suður-Asíu og Mið-Austurlanda sem má m.a. rekja til stríðsátakanna í Úkraínu, hækkandi matvælaverðs, hamfarahlýnunar og efnahagsþrenginga í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. Fjárstyrkur stóð straum af 113.000 næringarríkum pokum af jarðhnetumauki fyrir vannærð börn í heiminum, en með þremur slíkum pokum á dag í fáeinar vikur geta vannærð börn náð fullum bata.

2021: Fyrir hverja 10 fermetra af hellum keyptum á árinu tryggðum við dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir einn einstakling í efnaminni ríkjum heims, svokallað COVAX samstarf. Árangurinn lét ekki á sér standa og hafa í dag alls 1.42 milljarður skammta af bóluefnum við COVID-19 verið dreift til 145 landa og telst verkefninu formlega lokið.

2021-2024 | Römpum upp Ísland

2022: Verkefnið miðar að því að auka aðgengi hreyfihamlaðra á landinu öllu og markmiðið er að koma upp 1000 römpum á þremur árum. BM Vallá leggur verkefninu lið með því að útvega hellur og sand í rampana. Heildarfjöldi rampa er kominn yfir 300 og stefnan er sett á 1.500 rampa víðsvegar um landið. 

2021: Verkefnið, sem kallaðist Römpum upp Reykjavík gekk út á að auka aðgengi hreyfihamlaðra við verslanir, veitingastaði og þjónustu í Reykjavík með gerð rampa. Árangurinn lét ekki á sér standa og yfir 100 römpum var komið fyrir í Reykjavík á árinu með hellum frá BM Vallá. 

 

2021 | Styrkir úr samfélagssjóð

  • UNICEF – styrkur í COVAX-verkefnið til að standa straum af bólusetningu gegn Covid-19 í fátækari löndum

  • Römpum upp Reykjavík – samstarfsaðili í verkefninu með því að leggja til hellur, sand og efni

  • Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

  • Þögul tár – styrkur til gerðar heimildarmyndar um sjálfsvíg

  • Krabbameinsfélag Íslands – stuðningur vegna Mottumars

  • ÍA knattspyrnufélag – stuðningur til starfsemi félagsins

  • Körfuknattleiksdeild UMF Þórs – stuðningur til starfsemi félagsins

  • Körfuknattleiksdeild Tindastóls – stuðningur til starfsemi félagsins

  • Stígamót – stuðningur til starfsemi félagsins

  • SÁÁ – stuðningur til starfsemi félagsins

  • Björgunarfélag Akraness – styrkur til starfsemi björgunarsveitarinnar