Starfsemin tengd Heimsmarkmiðum SÞ
Við tengjum starfsemina við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og endurspegla þau áherslurnar okkar er kemur að loftslagsmálum og samfélagsábyrgð. Sjálfbærnistefna BM Vallár er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.
BM Vallá hefur sett fimm heimsmarkmið í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins.
Þessi markmið eru eftirfarandi: 5: Jafnrétti kynjanna | 9: Nýsköpun og uppbygging | 11: Sjálfbærar borgir og samfélög | 12: Ábyrg neysla og framleiðsla | 13:Aðgerðir í loftslagsmálum