Auglýst er eftir umsóknum í Hjálparhellu samfélagssjóð BM Vallár. Veittir eru styrkir til fjölbreyttra verkefna sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við verkefni á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfa, góðgerðarmála, umhverfismála, sjálfbærni og nýsköpunar. Að auki er horft til verkefna sem samræmast stefnu fyrirtækisins, gildum og þeim heimsmarkmiðum sem hafa verið sett í forgang og lögð sérstök áhersla á:
5: Jafnrétti kynjanna
9: Nýsköpun og uppbygging
11: Sjálfbærar borgir og samfélög
12: Ábyrg neysla og framleiðsla
13:Aðgerðir í loftslagsmálum
Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og þarf að senda styrkumsóknir í gegnum umsóknarform á vefnum. Öllum umsóknum er svarað þegar búið er að fara yfir umsóknir á haustin.
Umsóknarfrestur er til og með 10. desember og verður úthlutað fljótlega úr sjóðnum í kjölfarið.