Við vinnum stöðugt að því að gera starfsemi okkar stafrænni, draga úr pappírsnotkun og verða umhverfisvænni. Það er því ánægjulegt að segja frá því að búið er að opna Mínar síður fyrir viðskiptavini BM Vallár. Tilgangurinn er að auka aðgengi viðskiptavina að hreyfingarlistum og reikningum með einföldum hætti. Viðskiptavinir geta sótt um aðgang að Mínum síðum á vefsíðu bmvalla.is sjá – eða með því að smella á hlekkinn og velja „Sækja um aðgang“.
Jafnframt tilkynnist að frá og með 1. janúar 2023 munu allir reikningar frá BM Vallá verða rafrænir og eru þá aðgengilegir á Mínum síðum. Greiðsluseðill birtist í heimabanka eða í gegnum skeytamiðlun.
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að heyra í okkur á bokhald@bmvalla.is