Vegrið frá REBLOC

BM Vallá framleiðir steypt vegrið undir framleiðsluleyfi frá austuríska framleiðandanum ReBloc Concrete Barrier. Framleiðslan er viðurkennd samkvæmt staðlinum ÍST EN 1317, ásamt því að uppfylla viðmið sem krafist er í tengslum við hönnun og uppsetningu vegriða í Evrópu.

Prófuð og vottuð

ReBloc vegriðin hafa sannað sig sem einfaldar, hagkvæmar en umfram allt öruggar lausnir fyrir umferðarsvæði og skipulag samgangna. Umferðaröryggi er því útgangspunkturinn í hönnun vegriðanna og forgangsatriðið að vernda vegfarendur, hvort sem þeir eru akandi, gangandi eða hjólandi. ReBloc vegriðin eru prófuð og vottuð samkvæmt ströngustu öryggisviðmiðum og árekstrarprófuð, meðal fólksbíla og flutningsbifreiða.

ReBloc vegriðin henta vel sem leiðbeiningakerfi, hindrunar- og verndartálmar fyrir ökutæki og vegfarendur ásamt því að vera sveigjanleg og fljótleg í uppsetningu. Vegriðin eru tilvalin lausn fyrir svæði eins og:

  • Innkeyrslu- og útgönguleiðir
  • Afmörkun akreina
  • Vegir og vegstæði
  • Bílastæð
  • Göngu- og hjólastígar
  • Umferðareyjar
  • Hleðslusvæði
  • Geymslusvæði

Vegrið af gerð Rebloc 80As-8 er hægt að fá í 8 m, 4 m og 2,65 m og skáskornum endaeiningum. 
Einnig er mögulegt að framleiða aðrar gerðir eftir nánara samkomulagi.

Kostir og ávinningur REBLOC vegriða

Sannreynd virkni

ReBloc vegriðin eru prófuð og vottuð með raunverulegum árekstrarprófum samkvæmt evrópska staðlinum ÍST EN 1317 og uppfylla öll skilyrði öryggisbúnaðar í umferð og samgöngum, þar á meðal öll viðeigandi tálmunarstig (e.containment levels) frá T1 til H4b.

Vörn gegn skemmdarverkum

Tengijárn vegriðanna er hugréttavarin hönnun þar sem engir lausir hlutar, eins og boltar, skrúfur eða rær, eru notaðir við samtengingu vegriðana. Nýstárleg samsetning vegriðana ásamt stálteinum (togstangir)  sem ganga  langsum í gegnum vegriðin sem mynda örugga samfellda varnarlínu í löngum vegriðum . Fyrir vikið er erfiðara að fjarlægja eða skemma hluta vegriðanna, ásamt því að uppsetning þeirra er auðveldari.

Fljótleg og auðveld uppsetning

Hægt er að setja ReBloc vegriðin upp á einfaldan og fljótlegan máta í hvaða árstíð sem er. Lengstu vegriðin, 8 m, gera það að verkum að færri einingar duga á stærri fleti sem þýðir fljótlegri uppsetning og lægri kostnaður við flutning og samsetningu.

Lítil viðhaldsþörf

ReBloc vegriðin eru einstaklega viðhaldsvæn þar sem engir lausir hlutar eru til staðar og tengingin milli eininga er samþætt. Auðvelt er að sinna viðgerðum eða viðhaldi vegriðanna og í slíkum tilfellum er hægt að lyfta einstökum einingum burt meðfram keðjunni og koma nýjum einingum fyrir aftur.

Vottuð framleiðsla

Notuð er hágæða steypa í vegriðin og er viðhaft virkt gæðaeftirlit með framleiðslunni, bæði hvað varðar ISO 9001, CE-vottun og samkvæmt kröfum Evrópustaðalsins ÍS EN 1317. Stöðugt eftirlit, úttektir og gæðaathuganir tryggja að gæðaviðmiðum er sífellt fylgt eftir.

Umhverfisvænni steypa

BM Vallá notar umhverfisvænna sement í steypuuppskriftirnar samanborið við sambærilega steypu á markaði og eru því vegriðin með minna kolefnisspor fyrir vikið.

Líftími vegriða er langur og stuðlar það því að jákvæðu umhverfisjafnvægi og notagildi um langan tíma, enda er steypa einstaklega endingargott og sterkt byggingarefni.

Tæknilegar upplýsingar Rebloc vegriða

Tækniblað
Teikningar
Uppsetning leiðbeiningar
Lestun leiðbeiningar
Viðhald
Bæklingur REBLOC