Iðnaðarhús
SMELLINN IÐNAÐARHÚS
Iðnaðarhús þurfa að standast mikið álag, örar hitabreytingar, titring, högg og umferð tækja og véla. Þess vegna geta forsteyptar Smellinn einingar verði góður valkostur á byggingarefni fyrir þitt iðnaðarhús. Útlit bygginga getur verið eftir þínu höfði og Smellinn einingar bjóða mikið frelsi í hönnun. Hægt er að tvinna saman stálgrind, límtré í þökum og Smellinn einingar eftir því hvaða eiginleikum leitað er eftir hverju sinni.
GÆÐI AÐ LEIÐARLJÓSI
Forsteyptar Smellinn einingalausnir frá BM Vallá eru traustur og fljótlegur kostur fyrir fólk í framkvæmdahug. Í flestum tilfellum henta einingar fyrir allar gerðir húsa. Einingarnar eru steyptar við bestu mögulegu aðstæður, sem tryggir gæði steypunnar. Óvissuþáttum fækkar, tímaáætlanir standast og einingarnar eru reistar og tilbúnar á styttri tíma, sem lækkar fjármagnskostnað. Strangt gæðaeftirlit og vottuð framleiðsla tryggir gæðin.
Smellinn hús eru afar fljótleg í uppsetningu, þú getur hannað þau eftir þínu höfði, hvergi er slakað á í gæðakröfum og þau eru nær viðhaldsfrí!
MINNA VIÐHALD
Smellinn er þekkt fyrir mikið úrval viðhaldsfrírra, steinaðra klæðninga. En stundum viljum við hafa hlutina öðruvísi og Smellinn húseiningar henta fyrir allar gerðir húsa sem ætlunin er að klæða með áli, timbri, flísum eða öðrum efnum.
OKKAR SÉRFRÆÐINGAR AÐSTOÐA ÞIG
Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu einingahúsa er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.