HÖNNUÐIR OG RÁÐGJAFAR

Einstaklega fagleg vinnubrögð með okkar færustu hönnuðum.

TILBOÐ OG HVAÐ SVO?

Ferillinn – Hvað geri ég? Hvað fæ ég?

1. Sannfærast um ágæti Smellinn eininga.

Þetta er líklega einfaldasta skrefið. Ágæti Smellinn eininga hefur fyrir löngu verið sannað.

2. Fá tilboð

Það næsta sem þú gerir er að setja þig í samband við söludeild okkar. Þú lætur starfsfólk okkar hafa teikningar af fyrirhugaðri húsbyggingu, helst á tölvutæku formi. Netfang söludeildar er sala@bmvalla.is. Eða fylla út formið hér til hliðar. Við tökum teikningarnar, magntökum verkið og gefum þér tilboð í allt sem við mögulega getum gert fyrir þig. Þú skoðar það sem við bjóðum og venjulega ráðleggjum við viðskiptavinum okkar að kíkja í heimsókn á þessum tímapunkti eða setja sig í samband við okkur í síma 412 5050 og fá útskýringar á því hvernig tilboðið er samansett. Tilboðsferillinn tekur venjulegast 1-2 vikur.

3. Tilboði tekið

Að sjálfsögðu líst þér vel á tilboðið okkar og tekur því. Það gerir þú með því að senda söludeild okkar tölvupóst á sala@bmvalla.is, eða hringja í síma 412 5050.

4. Verksamningur

Nú er komið að gerð verksamnings. Verksamningur tekur á öllum helstu þáttum okkar samskipta, hvernig byggingin verður samsett og hvernig greiðslum verður háttað. Þetta er ýtarlegt plagg sem er ætlað að skýra sem nákvæmast frá öllum hliðum verksins. Venjan er að verkkaupi greiði staðfestingargjald við undirritun verksamnings.

5. Burðarþolshönnun

Nú getum við sagt að vinna hełist fyrir alvöru. Ef þú hefur ákveðið að kaupa burðarþolshönnunina frá okkur er röðin kominn að hönnunardeildinni okkar. Starfsfólk hennar fær nú í hendur allar teikningar sem arkitekt hefur gert og útfærir húsið í burðarþolsteikningar og einingateikningar. Burðarþolshönnun hjá Smellinn fer fram með nokkuð óhefðbundnum hætti, því húsið er sett upp í þrívídd, sem gefur nýja og bylltingarkennda möguleika í hönnun. Vegna hinnar þrívíðu hönnunar, er hættan á mistökum lágmörkuð og tryggt að húsið rísi án erfiðleika. Við erum mjög stolt af hönnunardeildinni okkar, því við getum fullyrt að hvergi á landinu sé til eins öflug verkfræðistofa í hönnun forsteyptra húseininga. Hönnunardeildin okkar notar nýstárlegar aðferðir við vinnu sína sem eru vægast sagt byltingarkenndar. Húsin eru burðarþolshönnuð í þrívídd sem gefur nýja og ómetanlega möguleika á útærslum og skoðun áður en framleiðsla hefst.

6. Framleiðsla hefst og húsið rís

Nú er komið að því að húsið er reist. Fyrst koma sökklar, því næst veggir og loftaplata ef er og svo veggir annarrar hæðar ef slíkt á við.

RÁÐGJÖF

Sendu okkur beiðni um tilboð og upplýsingar fyrir einingar.

  • Max. file size: 64 MB.

SMELLINN +

Smellinn+ eru forsteyptar einingalausnir sem byggðar eru á staðlaðri grunneiningu sem hægt er að raða saman eftir þörfum hvers og eins. Auðvelt er að bæta við, tengja húsin með gangi og byggja í áföngum. Smellinn+ hentar vel fyrir aðila í ferðaþjónustu, sem hótel, gestahús, veiði- eða sumarhús.