Framúrskarandi fyrirtæki 2022

BM Vallá er framúrskarandi 2022

BM Vallá er Framúrskarandi fyrirtæki árið 2022 samkvæmt lista Creditinfo og er því í hópi 875 íslenskra fyrirtækja sem ná inn á listann, eða um 2% allra fyrirtækja landsins. „Við erum afar stolt af þessari nafnbót sem er viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk vinnur að samhliða skýrri sýn og stefnu. Við leggjum við mikinn metnað í að láta til okkar taka samfélaginu til heilla og stuðla að heilbrigðu efnahagsumhverfi með liðsinni okkar traustu viðskiptavina og samstarfsaðila. Að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi hvetur okkur áfram til frekari dáða.“  segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, móðurfélags BM Vallár.

Af þessu tilefni bauð Creditinfo til hátíðlegs viðburðar í Hörpu og komu fulltrúar frá Framúrskarandi fyrirtækjum landsins saman til að fagna og taka á móti viðurkenningum. Sérstaka viðurkenningu hlutu Reitir fasteignafélag fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð og Origo fyrir framúrskarandi nýsköpun.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri.

Framúrskarandi fyrirtæki er samantekt Creditinfo á þeim íslensku fyrirtækjum sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð hér að neðan.

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 10 milljarða þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

Lesa má nánar um Framúrskarandi fyrirtæki á vefsíðu Creditinfo.