Breyting hefur orðið á eignarhaldi steypustöðvar BM Vallár á Reyðarfirði og hefur Steypustöð Austurlands tekið við rekstri stöðvarinnar frá og með 1. október síðastliðnum.
Fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi um nokkurn tíma og munu halda því áfram m.a. hvað varðar stuðning frá BM Vallá varðandi gæðamál, ásamt því að áfram verður endursala á hellum, steinum og múrvörum.
BM Vallá óskar Steypustöð Austurlands alls hins besta með áframhaldandi rekstur og hlakkar til að fylgjast með uppbyggingu fyrirtækisins á Reyðarfirði og nágrenni. Þá þökkum við starfsfólki á Austurlandi fyrir samstarfið og samfylgdina í gegnum árin, en þau verða nú hluti af starfsmannahóp Steypustöðvar Austurlands.
Símanúmer Smára stöðvarstjóra er óbreytt og tekur hann á móti steypupöntunum áfram. Síminn hjá Smára er 617 5261.