Með forystuhlutverk í steypu
BM Vallá hefur framleitt steypu fyrir íslenskar aðstæður í 70 ár og byggir framleiðslan á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ítrustu álagsprófanir við íslenskar aðstæður. BM Vallá er með gæðavottun skv. ISO 9001 og er eini steypuframleiðandi landsins með slíka vottun.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins.
Vöruframboð tekur mið af þeim áherslum og með Berglindi – vistvænni steypu er hægt að fá steypu sem eru í nokkrum flokkum með mismikinn kolefnissparnað. Þá eru tvær gerðir steypu með umhverfisyfirlýsinu, EPD og hægt er að fá steypu sem uppfyllir skilyrði Svansins og BREEAM.
Skoða steypugerðir