Með forystuhlutverk í steypu

BM Vallá hefur framleitt steypu fyrir íslenskar aðstæður í 70 ár og byggir framleiðslan á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ítrustu álagsprófanir við íslenskar aðstæður. BM Vallá er með gæðavottun skv. ISO 9001 og er eini steypuframleiðandi landsins með slíka vottun. 

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins.

Vöruframboð tekur mið af þeim áherslum og með Berglindi – vistvænni steypu er hægt að fá steypu sem eru í nokkrum flokkum með mismikinn kolefnissparnað. Þá eru tvær gerðir steypu með umhverfisyfirlýsinu, EPD og hægt er að fá steypu sem uppfyllir skilyrði Svansins og BREEAM.

 

Skoða steypugerðir

Val á steypu

BM Vallá framleiðir steypugerðir í samræmi við Evrópustaðal um steinsteypu ÍST EN 206:2013+A2:2021 og byggingarreglugerð HMS kafla 8.3. Meginreglan er að velja skuli steypusamsetningar til að tryggja endingu og lágmarka umhverfisáhrif á líftíma mannvirkisins, og er sú nálgun leiðarljósið í allri okkar steypusamsetningum. Við val á steypugerð og við gerð tæknilýsinga þarf m.a. að taka tillit til áreitis- og umhverfisflokks, bindiefnis, loftinnihald, styrkleikaflokk og hámarks vatns-/sementstölu.

Pöntun á steypu

BM Vallá starfrækir steypustöðvar í Reykjavík, á Akranesi og Reyðarfirði og afhendir steypu til viðskiptavina í nálægð við ofangreind svæði. Hægt er að panta steypu með því að hringja beint inn á steypustöð viðkomandi starfsstöðvar:

Reykjavík og Akranes: 412-5100 | Mán-fös: 7:30-16:00
Reyðarfjörður: 412-5203| Mán-fös: 7:30-16:00

Ef þig vantar upplýsingar/ráðgjöf um val á steypu eða verð er heppilegast að hringja til okkar í síma 412-5050 eða senda okkur tölvupóst.

Hafðu samband

Afhending á steypu

Algengast er að steypubílar afhendi steypu tilbúna til notkunar á verkstað. Það er þó hægt að fá tilbúna steypu, „smá slatta“ ef um lítið magn er að ræða og sækja viðskiptavinir þá steypu til okkar og fá afhent í plastkari.

Afhendingartími steypu
Mán-fim: kl. 7:30-18:00 | Fös: frá kl. 7:30-17:00

Afhending á „smá slatta“
Mán-fim: kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00

Við mælum með að panta steypuna með góðum fyrirvara til að tryggja þann afhendingardag sem hentar þér best.

Sérsteypur

Hjá BM Vallá er samankomin mikil reynsla í steypugerð og steypuframkvæmdum og gerir okkur kleift að bjóða upp á sérsteypur sem hentar öllum tilefnum. Gildir einu hvort um sé að ræða sjónsteypu, litaða steypu, ryðhamlandi steypu, steypu með sérstakri frostvörn eða annars konar steypu sem hönnuðir kjósa.

Það er því velkomið að heyra í okkur með sérlausnir fyrir þitt mannvirki.

Hafðu samband

Steypudælur

Erum með fjölbreytt úrval af öflugum steypudælum leysa verkið hratt og örugglega. Steypudælurnar eru allt frá liprum litlum dælum sem henta vel við þröngar aðstæður upp í stórar, langar og kröftugar sem henta vel í stórar steypuframkvæmdir.

Mikil áhersla er lögð á öryggissjónarmið tengt steypudælum og afhendingu á steypu almennt séð. Þannig eru steypudælurnar teknar út einu sinni á ári af framleiðanda þeirra og eru allar dælur með gúmmístúta í stað stálstúta til að auka öryggi ef óhapp yrði við dælinguna á byggingarstaðnum.

Dælurnar

Algengar spurningar og svör um steypu

Ég er að panta steypu í fyrsta skipti, hvað þarf ég að hafa í huga?

Ef þú ert að kaupa steypu í fyrsta skipti er gott að hafa þetta í huga:

Steypugerð: Hvaða tegund af steypu hentar fyrir þinn byggingarhluta. Ertu að steypa inni eða úti og hvaða styrkleikaflokk þarf hún að hafa. Hægt er að sjá steypugerðirnar okkar í vefversluninni og er hægt að leita eftir nokkrum leitarskilyrðum.

Steypumagn: Hvað þarftu mikið af steypu? Gott að hafa reiknivélina okkar til hliðsjónar, en hver steypubíll tekur u.þ.b. 8 rúmmetra af steypu.

Afhending steypu: Hvernig er aðstaðan á byggingarstaðnum, aðkoma steypubíla og hvort það þurfi dælubíl á staðinn. Mögulega þarf ákveðna stærð af dælubíl, krana eða jafnvel ákveðna tegund af steypu.

Greiðslufyrirkomulag: Greitt er fyrir steypuna þegar pantað er eða við afhendingu. Einnig er hægt að sækja um viðskiptareikning.

En það er velkomið að heyra í okkur ef þig vantar aðstoð.

Hvað telst vera góð steypa?

Góð steinsteypa verður að hafa næga þjálni, styrk og endingu – og hún verður að taka tillit til umhverfisáhrifa. Ending steinsteypu sem framleidd er úr góðum hráefnum og verður fyrir veðrun er fyrst og fremst háð vatns- og sementshlutfalli, loftinnihaldi og steypuhulu á járnum.

Þjálni steypu er oftast metin með því að fylla 30 cm háa keilu af steypu og mæla sigið (sigmálið) á steypunni þegar keilan er dregin upp af henni. Hækkun sigmáls ef flot er ekki notað þýðir minni styrk og minni endingu en meiri þjálni.

Steypustyrkur er skilgreindur sem 28 daga þrýstistyrkleiki sívalninga sem geymdir eru í vatni í 28 daga við 20°C. Steypa sem á að standast 25 MPa styrk er kölluð C-25.

Vatns- og sementshlutfall (V/s-talan) er hlutfall þyngdar vatns og sements í nýblandaðri steypu og hefur lykilþýðingu fyrir styrk, endingu og þéttleika hennar. Almennt þýðir lægra v/s-hlutfall betri steypu.

Úr hverju er steypa búin til?

Steinsteypa er búin til úr grjóti, sandi, vatni og sementi. Steypa harðnar vegna efnahvarfa sem verða þegar vatni og sementi er blandað saman. Sementið er í raun lím sem bindur steinefnin saman og gerir það að verkum að hægt er að nota steypuna.

Hverjir eru styrkleikaflokkur steypu?

Styrkur steypunnar er skilgreindur sem styrkleiki sívalninga sem geymdir eru í vatni í 28 daga við 20°C. Steypa sem á að standast 30 MPa styrk er  kölluð C30/37. Seinni talan á við ef prófaðir eru kubbar í stað sívalninga eins og gert er víða erlendis.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:
C-16/20  |  C-20/25  |  C25/30  |  C-30/37  |  C-35/45  |  C-40/50  |  C-45/55  |  C-50/60

Hvað er kornastærð í steypu?

Sandur er eitt af uppistöðuefnum í steypu og kemur hann í mismunandi kornastærð. Algengasta kornastærð BM Vallár hefur að hámarki kornastærð 25 mm, táknað með Dmax 25, en sú stærð gefur að jafnaði bestan árangur, góðrar þjálni og minnstu rýrnun. Kornastærð með 19 mm hámarksstærð, svokallað perlumix, er einnig algengt. Hægt er að fá aðrar kornastærðir ef óskað er eftir, og stundum þarf minni kornastærðir t.d. þegar verið er að steypa í þröngum byggingarhlutum.

Hvernig sement er notað í steypuna?

BM Vallá notar það sement sem best hentar aðstæðum og þeirri steypugerð sem verið er að framleiða hverju sinni. Þá þarf að taka tillit til veðurfars, veðrunarálags, stærðar og þykktar byggingarhluta. Almennt séð er reynt að velja sement sem er vistvænna og með lægra kolefnisspor, t.d. Standardsement FA. Einnig er notað Anleggsement sem er hreint og óblandað sement.

Við sérstakar aðstæður er kísilryki blandað saman við sementið. Það er t.d. krafa Vegagerðarinnar í öll þeirra mannvirki.

Hvítt sement er notað þegar óskað er hvítrar eða ljósrar steypu.

Hvað er fjaðurstuðull?

Fjaðurstuðull segir til um hve mikið steypan svignar undan álagi. Í byggingarhlutum eins og plötum getur því skipt miklu að fjaðurstuðull sé hár. Fjaðurstuðullinn, auk styrks, fer að töluverðu leyti eftir fylliefnum steypunnar. Í þjóðarviðauka við þolhönnunarstaðalinn ÍST EN 1992-1-1:2004/NA:2010 eru ákvæði um að  fjaðurstuðulinn megi ákvarða með prófunum. Þegar engin próf eru framkvæmd eigi að marfgfalda gildi staðalsins með stuðli háð fylliefnagerðinni
a)     0,9 fyrir þétt fylliefni
b)     0,6 fyrir opin fylliefni
Þessar reglur eru byggðar á mælingum sem gerðar voru á steinefnum á Reykjavíkursvæðinu fyrir nokkrum áratugum.

Kennistyrkur, fck (MPa)2025303540(Kennistyrkur C25 steypu er 25 MPa)
Ecm (GPa) (*)3031333435,0Skv. staðli m.v. notkun quartzite fylliefna
0.9*Ecm (GPa)2727.9829,730,631,5Skv. þjóðarviðauka m.v. þétt fylliefni
0.6*Ecm (GPa)1818,619,820,421,0Skv. þjóðarviðauka m.v. opin fylliefni

(*) Ecm er meðalgildi fjaðurstuðuls en ekki „kenni“fjaðurstuðull þ.e steypan skal að meðaltali standast fjaðurstuðulgildin í töflunni fyrir hvern styrkleikaflokk.

Stöðluð steypa frá BM Vallá stenst kröfur til 0,9 Ecm en einnig er steypa með fjaðurstuðul Ecm í boði. Mesta hagkvæmni fæst með því að halda sig við þessi gildi en hægt er að framleiða steypu með mun hærri fjaðurstuðli með notkun sérstakra fylliefna. BM Vallá ehf hefur framleitt steypu með fjaðurstuðul yfir 40 GPa. Mæling á fjaðurstuðli er hluti af framleiðslueftirliti BM Vallá ehf.

Hvað gerir loftblendi?

Loftblendi myndar litlar bólur í steypunni (þvermál < 0,5 mm). Bólurnar hindra að steypan skemmist þegar vatn frýs í holrúmum hennar. Það skiptir miklu að loftbólurnar séu hæfilega litlar og jafndreifðar. Til að steypan sé frostþolin þarf loftinnihaldið að vera meira en 5% af rúmmáli steypunnar.

Eru íblendiefni notuð í steypu?

Íblendiefnum er bætt í steypuna til að breyta eiginleikum hennar t.d. varðandi lofblendi, lit og þjálni. Einnig er flot sérvirkt þjálniefni sem almennt er blandað í steypuna á byggingarstað og eykur þjálni hennar tímabundið án þess að hækka v/s-tölu hennar.

Við þetta má bæta að sandur og möl eru steinefni í steypunni og án þeirra yrði steypan veik og hún myndi springa. Að jafnaði eru notaðar nokkrar mismunandi gerðir af sandi og möl í hverja steyputegund.