Snjallnemar í steypu

Styttri verktími og aukið hagræði er meðal ávinnings þess að nota
snjallnema til að fylgjast með þróun styrks, hitastigs og hörðnunar á steypunni.

Þráðlausum snjallnema er komið fyrir í járnabindingu áður en steypt er. Hægt er að mæla tvö hitagildi, en hörðnun og styrkleiki (MPa) eru kvörðuð við þá steypugerð frá BM Vallá sem notuð er hverju sinni. Snjallnemar eru frábær kostur á byggingarstað þegar taka þarf ákvörðun um hvenær megi slá frá steypumótum.

Slíkt getur verið sérstaklega hentugt í köldu veðurfari og leitt af sér aukið hagræði, styttri verktíma og lægri kostnað.

Snjallnemi

Snjallnemi í steypu

Mælingar

Snjallnemi í steypu

Gagnasöfnun

Snjallnemi í steypu

Styttri verktími

Snjallnemi í steypu

Taktu upplýsta ákvörðun

Aðgengi að upplýsingum um þróun mikilvægra eiginleika steypunnar hefur aldrei verið auðveldara. Slíkt getur leitt af sér styttri framkvæmdatíma, jafnvel yfir kaldasta árstímann.

Snjallnemarnir veita upplýsingar sem nýtast við að taka ákvörðun á verkstað um t.d. hvenær megi slá frá mótum, hvort fullnægjandi styrk (MPa) steypu sé náð og til að fylgjast með hitamyndun í burðarbitum eða öðrum þykkum steyptum einingum.

Þá verður auðveldara að leggja mat á hvort draga megi úr sementsmagni í steypunni, en með minna sementsmagni verður framkvæmdin vistvænni.

 Einföld uppsetning og aflestur gagna

Snjallnemanum er komið fyrir í járnabindingu í byggingarhluta áður en steypt er. Snjallneminn mælir tvö hitagildi, en hörðnun og styrkleiki (MPa) eru kvörðuð við þá steypugerð frá BM Vallá sem er notuð hverju sinni.

Til að lesa gögnin frá snjallnemanum þarf að nota sérhannað smáforrit (App) fyrir snjalltæki (síma eða spjaldtölvu) setja síðan tækið upp að snjallnemanum þar sem hann er staðsettur og þá færast gögnin og mælingarnar yfir í smáforritið.

Styttri verktími og aukin sjálfbærni

Styttri verktími, lægri kostnaður og betri upplýsingar um framvindu verkefnisins er meðal þess ávinnings á að nota snjallnema í steypu. Með því að losna við óvissu varðandi þróun styrks, hitastigs og hörðnunar á steypunni er hægt að stuðla að aukinni sjálfbærni með því að nota minna sementsmagn, stytta verktíma og minnka sóun.

Bættu við Berglindi, vistvænni steypu, og dragðu enn frekar úr kolefnisspori framkvæmdarinnar.

Tæknilegar upplýsingar

Snjallneminn safnar gögnum út frá tveimur innbyggðum hitamælum. Niðurstöður styrkleikamælinga eru reiknaðar og byggðar út frá aðferð ASTM C1074, sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall.

Snjallneminn er snúru- og þráðlaus og er líftími rafhlöðunnar allt að 4 mánuðir. Tíðni mælinga er á 15 mín. fresti og mælisvið er -30 til 85°C.

Smáforrit sem kemur með snjallmælinum er á íslensku.

Með þér alla leið

Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um snjallnemana, notkun og tæknilegar upplýsingar. Við aðstoðum þig við allt ferlið, veitum kennslu á vefkerfið, uppsetningu og greiningu gagna.

Hafðu samband við okkur og snjallvæðum þína steypuframkvæmd.

Senda tölvupóst

Helstu upplýsingar um snjallnema í steypu má sjá í bæklingnum, smelltu á hlekkinn til að skoða.

Skoðaðu bæklinginn

Umsagnir frá viðskiptavinum