Snjallnemar í steypu
Styttri verktími og aukið hagræði er meðal ávinnings þess að nota
snjallnema til að fylgjast með þróun styrks, hitastigs og hörðnunar á steypunni.
Þráðlausum snjallnema er komið fyrir í járnabindingu áður en steypt er. Hægt er að mæla tvö hitagildi, en hörðnun og styrkleiki (MPa) eru kvörðuð við þá steypugerð frá BM Vallá sem notuð er hverju sinni. Snjallnemar eru frábær kostur á byggingarstað þegar taka þarf ákvörðun um hvenær megi slá frá steypumótum.
Slíkt getur verið sérstaklega hentugt í köldu veðurfari og leitt af sér aukið hagræði, styttri verktíma og lægri kostnað.