Fyrir íslenskar aðstæður
BM Vallá hefur í yfir 70 ár gegnt forystuhlutverki í framleiðslu á steypu- og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Framleiðslan byggir á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ítrustu álagsprófanir við íslenskar aðstæður.
Fyrirtækið var stofnað árið 1956 af Benedikt Magnússyni frá Vallá á Kjalarnesi. Forsaga þess er að Benedikt hóf sölu á steypuefni frá Vallá á Kjalarnesi árið 1946 og árið 1952 voru Álfsnesmöl hf. og Steypumöl hf. stofnuð.